Viðgerðastaðan hjá mér á verkstæðinu

Verkefni í vinnslu

Nú er svo komið í verkefnastöðunni að mér sýnist ég get ekki bætt miklu af viðgerðum fyrir þessi jólin.   

Það er kominn það mikill hali að erfitt er að bæta á hann.  Það þýðir líka óviðunandi langan tíma sem tækin eru inni.

Ég hef því ákveðið að reyna fresta nýjum verkefnum fram yfir áramótin.

Nú hefur bæst við enn ein gleðin,  ég var að greinast með Covid í dag 12.12.2025.    Þá gefur auga leið að ekki er skynsamlegast af öllu að koma og kíkja á kallinn.   Var búinn að vera hálf lufsulegur í 2-3 daga.

Ég læt vita þegar þessu linnir.

27.12   Ég er búinn að vera hundveikur og er það enn, hef ekkert úthald til nokkurs.   Ekki getað sinnt neinum verkum hér en vonandi fer mér að skána.

Maggi

Pioneer PL-112D

Pioneer PL-112D

Snotur,  reimdrifinn plötuspilari frá Pioneer.   Einn nokkurra í framleiðslulínu sem segja má að hefðist með PL-12D

Fallegur S-armur

Einn af þessum sem endast og endast.

Var smíðaður 1978-80.

 

Reimin í hann er  : FBM23.6

Pioneer CT-F2121

Pioneer CT-F2121

Mjög snoturt kassettutæki frá Pioneer.    Smíðað á árunum 1974-78

Sérstakt hvernig kassettan er látin hálf-liggja.   Mér finnst það flott.     Góður mekanismi í þessu tæki eins og vaninn er frá þessum árum.    Eina sem bilar hér er REC/Play skiptarinn og svo reimarnar.  

Reimarnar:

Eða reimasett frá Thakker

M.